Íbúafundir um sameiningarviðræður
Samstarfsnefnd um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, boðar til samráðsfunda um verkefnið framundan. Fyrirhugað er að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok mars næstkomandi. Markmið fundanna er að kynna verkefnið framundan, heyra sjónarmið íbúa og fá fram spurningar, áður en lengra er haldið.
Haldnir verða þrír fundir.
Fyrsti fundur fer fram þriðjudaginn 11. janúar kl. 17.00 til 18.30.
Efni fundarins er að kynna ferlið framundan og ræða atvinnumál, nýsköpun og stofnun sjóðs um jarðir sveitarfélaganna.
Annar fundur fer fram miðvikudaginn 12. janúar kl. 17 til 18.30.
Efni fundarins er að kynna fjármál og ræða þjónustu mögulega sameinaðs sveitarfélags.
Þriðji fundur fer fram fimmtudaginn 13. janúar kl. 17.30 til 19.00.
Efni fundarins er að ræða stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags og sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkinu.
Nefndin mun koma saman í stjórnsýsluhúsinu á Þórshöfn, en ráðgjafar munu tengjast um fjarfundabúnað. Íbúar geta valið um að mæta í stjórnsýsluhúsið á Þórshöfn, í Svalbarðsskóla, á Skólagötu 5 á Bakkafirði (gamli grunnskólinn), eða fylgst með heima.
Slóð inn á fundina verður aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna og á Facebooksíðu Langanesbyggðar.
Auk fundanna er búið að opna fyrir rafrænt samráðskerfi á menti.com þar sem allir íbúar geta komið ábendingum sínum og spurningum á framfæri. Til að taka þátt þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá þar inn töluröðin 6947 3725og þá opnast samráðskerfið.
Einnig er hægt að fara inn á samráðskerfið með því að elta á þessa slóð: https://www.menti.com/pnkytegmv7
Samstarfsnefndin hvetur íbúa til þess að kynna sér málin og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.