Við minnum á íbúafundinn á Þórshöfn með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
29.08.2024
Fréttir
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, heldur opinn íbúafund í Þórshöfn fimmtudagskvöldið 29. ágúst kl 20:00. Fundurinn verður haldinn í veitingahúsinu Holtinu (Þórsveri).
Á fundinum mun starfshópur kynna skýrslu um eflingu samfélagsins á Langanesi. Ráðherra verður með erindi á fundinum og einnig verða opnar umræður um málaflokka ráðuneytisins og málefni svæðisins. Íbúar í Langanesbyggð eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um efni skýrslunnar og þau málefni sem falla undir umhverfis- orku- og loftslagsmál.
Í starfshópi ráðherra sátu Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður, Steingrímur J. Sigfússon fv. ráðherra og Berglind Harpa Svavarsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.