Fara í efni

Íbúafundur - kynning á tillögum samstarfsnefndar

Fréttir

Kosningar um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps fara fram laugardaginn 26. mars n.k.

Efnt verður til íbúafundar um sameiningu sveitarfélaganna fimmtudaginn 17. mars, kl. 20:00 í Þórsveri á Þórshöfn. Á fundinum verður kynning á framtíðarsýn samstarfsnefndar og forsendum fyrir sameiningartillögu hennar. Í kjölfar kynningarinnar gefst íbúum færi á að ræða niðurstöðurnar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þær og sameiningu sveitarfélaganna almennt.
Fundinum verður streymt á Zoom og á Facebook þannig að hægt er að taka þátt í fundinum rafrænt. Þeir sem skrá sig inn á Zoom fundinn geta tekið þátt í umræðum, beðið um orðið og tekið til máls. Kynningin verður tekin upp og gerð aðgengileg á síðu verkefnisins. 

Til að tengjast inn á fundinn þá er farið inn á eftirfarandi hlekk: https://us02web.zoom.us/j/85205326442  eða á farið á https://www.facebook.com/langanesbyggd  til að fylgjast með streymi frá kynningum. 

Leiðbeiningar til að tengjast Zoom

Hægt er að fylgjast með og taka þátt í hvaða snjalltæki sem er. Besta upplifunin fæst ef fylgst er með í tölvu. Gott er að setja Zoom-hugbúnaðinn upp á þá tölvu eða snjalltæki sem þú ætlar að nota tímanlega áður en fundurinn hefst. Þau sem eru þegar búin að setja upp Zoom á sínum vélum eru beðin um uppfæra í nýjustu útgáfu til að fá bestu virkni í umræðuhópum.

Zoom fyrir borðtölvur er á síðunni https://zoom.us/download  en Zoom-smáforrit fyrir Android snjalltæki eru á Play Store og á App Store fyrir iPhone og iPad. Einnig er hægt að nota vefviðmót fyrir Zoom (Zoom Web Client) en virkni þess er takmarkaðri en virkni þess hugbúnaðar sem settur er upp á snjalltækinu.

Við mælum með að fólk mæti snemma fyrir framan skjáinn svo tími gefist til að bregðast við tæknilegum vandkvæðum sem geta komið upp við innskráningu. Aðgætið að heyrnartól og hljóðnemi séu tengdir við tölvuna/snjalltækið og virki sem skyldi. Í umræðum er gott að þátttakendur séu með virka myndavél og sjái hver annan. Einnig er hægt að leita leiðbeininga á skrifstofum sveitarfélaganna. Þátttakendur eru beðnir um að skrá fornafn við myndina. Það er gert með því að smella á punktana þrjá sem birtast þegar bendillinn er dreginn yfir myndina sína og velja "rename". Ef þátttakendur eru með veika tengingu á þráðlausu neti þá mælum við með að þú tengir þig með netsnúru.

Boðið er upp á ferðir á fundinn frá Bakkafirði kl. 19:00 og til baka að loknum fundi. Brottför frá skólanum á Bakkafirði. Vinsamlegast hafið samband við Hafliða í síma 899 4582