Fara í efni

Íbúafundur vegna mögulegrar stórskipahafnar í Finnafirði

Fréttir
Þriðjudaginn 13. september klukkan 20:00 verður haldinn íbúafundur í tengslum við Finnafjarðarverkefnið, í félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn.

Þriðjudaginn 13. september klukkan 20:00 verður haldinn íbúafundur í tengslum við Finnafjarðarverkefnið, í félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn.
Mættir verða Lars Stemler, yfirmaður erlendra verkefna bremenports, Uwe Will, ráðgjafi bremenports og Hafsteinn Helgason frá Verfræðistofunni EFLU, Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjori Vopnafjarðarhrepps og Elías Pétursson sveitarstjóri Langanesbyggðar.
Á fundinum munu fulltrúar bremenports og verkfræðistofunnar EFLU kynna þeirra sýn á uppbyggingu í Finnafirði.
Daginn eftir, miðvikudaginn 14. september sitja þeir fyrir svörum á íbúafundi á Vopnafirði, kl. 20:00 í félagsheimilinu Miklagarði.
Allir velkomnir.