Íbúaráðstefna í Langanesbyggð
Íbúaráðstefna verður haldin í Langanesbyggð laugardaginn 4. maí nk.og hefst kl 10:00.
Á ráðstefnunni verður fjallað um atvinnumál og nýsköpun.
Drög að dagskrá (með fyrirvara um breytingar)
Kl. 10:00 Setning ráðstefnu – oddviti Langanesbyggðar
Kl. 10:05 Hin mörgu andlit stoðkerfisins, Jóna Matthíasdóttir starfsmaður AÞ
Kl. 10:20 Örfá orð um þróunina, Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri AÞ
Kl. 10:35 Ævintýrið á Siglufirði, Sigríður M. Róbertsdóttir framkvæmdastjóri og Finnur Yngvi Kristinsson
verkefnastjóri Rauðku ehf
Kl. 10:50 Kaffihlé
Kl. 11:00 Hópastarf hefst
Kl. 12:00 Hádegishlé
Kl. 13:00 Hópastarfi fram haldið
Kl. 14:30 Samantekt og næstu skref
Kl. 15:00 Fundarlok
Íbúar í Langanesbyggð eru hvattir til að taka daginn frá, mæta á íbúaráðstefnu og taka virkan þátt.
Atvinnuuppbygging og nýsköpun í Langanesbyggð er mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll