Fara í efni

Íbúaráðstefna Langanesbyggð - Framtíð í þínum höndum - Hvert skal stefna?

Fréttir
Íbúaráðstefna verður haldin í Langanesbyggð í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn laugardaginn 4. maí nk og hefst kl 10:00.

Íbúaráðstefna verður haldin í Langanesbyggð í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn laugardaginn 4. maí nk og hefst kl 10:00.
Á ráðstefnunni verða tekin fyrir atvinnumál og nýsköpun.

Íbúaþing er vettvangur þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að koma sínum hugmyndum og ábendingum um þróun byggðar og samfélags á framfæri. Þar er safnað saman þeirri miklu þekkingu og visku sem býr í einu samfélagi.

Dagskrá

Kl. 10:00 Setning ráðstefnu – oddviti Langanesbyggðar
Kl. 10:05 Hin mörgu andlit stoðkerfisins, Jóna Matthíasdóttir starfsmaður AÞ
Kl. 10:20 Örfá orð um þróunina, Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri AÞ
Kl. 10:35 Ævintýrið á Siglufirði, Sigríður M. Róbertsdóttir framkvæmdastjóri og Finnur Yngvi Kristinsson verkefnastjóri Rauðku ehf
Kl. 10:50 Kaffihlé
Kl. 11:00 Hópastarf hefst
Kl. 12:00 Hádegishlé
Kl. 13:00 Hópastarfi fram haldið
Kl. 14:30 Samantekt og næstu skref
Kl. 15:00 Fundarlok

 Íbúar Langanesbyggðar eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt.

 Sveitarstjórn Langanesbyggðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.