Íbúum sveitarfélagsins fjölgar
Íbúar Langanesbyggðar voru alls 512 þann 1. janúar sl. og fjölgaði um sjö frá 1. janúar 2011, ef marka má mannfjöldatölur Hagstofu Íslands. Þetta er 1,4% fjölgun íbúanna sem er vel umfram fjölgun á landsvísu. Hinn 1. janúar 2012 voru landsmenn nefninlega alls 319.575 og hafði fjölgað um 1.123 frá sama tíma árið 2011. Þetta jafngildir fjölgun landsmanna um 0,4%.
Árið 2010 voru íbúar Langanesbyggðar 521 talsins en 508 árið 2009. Íbúaþróun í Langanesbyggð má skoða hér.
Líkt og á landsvísu hallar heldur á kvenfólkið í Langanesbyggð, því þann 1. janúar sl. voru í sveitarfélaginu 241 kona og fjölgaði um heila eina á milli ára. Körlunum fjölgað aftur á móti um sex en þeir voru 271 talsins 1. janúar sl.
Fólksfjölgun var á höfuðborgarsvæðinu, en þar voru íbúar 1.253 fleiri 1. janúar 2012 en fyrir ári. Það jafngildir 0,6% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallslega varð fólksfjölgunin hins vegar mest á Suðurnesjum, þar sem fjölgaði um 0,7%, eða 154 frá síðasta ári. Fólki fjölgaði einnig á Norðurlandi eystra, um 12 einstaklinga (0,4%), og um 50 (0,4%) á Austurlandi. Fólksfækkun var á fjórum landsvæðum, mest á Norðurlandi vestra þar sem fækkaði um 194 manns, eða 2,6%. Umtalsverð fólksfækkun var einnig á Vestfjörðum en þar fækkaði um 82, eða 1,2%. Minni fólksfækkun var á Suðurlandi (0,2%) og Vesturlandi (0,1%).