Fara í efni

INFLÚENSUBÓLUSETNING 2019

Fréttir

Bólusetning gegn árlegri inflúensu hefst í október á heilsugæslustöðvunum í Norður-Þingeyjarsýslu og verður sem hér segir:

Kópasker:    Þriðjudagar frá kl. 14:00-15:00 og föstudagar frá kl. 11:00 – 12:00,
                      bólusetning hefst þriðjudaginn 1. október.

Raufarhöfn: Miðvikudagar frá kl. 14:00 – 15:00 og hefst miðvikudaginn 2. október.

Þórshöfn:    Bólusett verður á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 14-15
                     og hefst mánudaginn 30.september.

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningu:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Þungaðar konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Bóluefnið er áhættuhópum að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald.

Þessi bólusetning verndar gegn þeim inflúensustofnum sem líklegir eru til að ganga.
Við bólusetninguna er notað bóluefni gegn inflúensu A og B framleitt fyrir veturinn 2019-2020 samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

Ekki þarf að panta tíma.

Að gefnu tilefni er minnt á að einstaklinga má bólusetja jafnvel þó inflúensufaraldur sé hafinn því einungis tekur um 1-2 vikur að mynda verndandi mótefni eftir bólusetningu.

Bólusett verður út októbermánuð en að honum liðnum þarf að panta tíma:
Kópasker 464-0640,  Raufarhöfn 464-0620,  Þórshöfn 464-0600.