Innritun 6 ára barna í Grunnskólann á Þórshöfn
14.05.2012
Fundur
Innritun 6 ára barna (fædd 2006) fer fram í Grunnskólanum á Þórshöfn í dag, mánudaginn 14. maí klukkan 15:00 og eru börnin þá boðuð í skólann ásamt foreldrum sínum. Í vetur hefur grunnskólinn í samvin
Innritun 6 ára barna (fædd 2006) fer fram í Grunnskólanum á Þórshöfn í dag, mánudaginn 14. maí klukkan 15:00 og eru börnin þá boðuð í skólann ásamt foreldrum sínum.
Í vetur hefur grunnskólinn í samvinnu við leikskólann unnið að því að kynna skólastarfið í grunnskólanum fyrir elstu nemendum leikskólans. Markmiðið er að börnin upplifi grunnskólann sem eðlilegt framhald af leikskólanum og að þau kynnist starfsfólki, húsakynnum og skólalóð grunnskólans áður en þau hefja nám við skólann. Skólaaðlögunin hefur m.a. falist í reglulegum heimsóknum barnanna í grunnskólann. Í dag gefst foreldrum svo tækifæri til að skoða skólann ásamt börnum sínum og hitta skólastjóra og kennara.
Skólastjóri