Íþrótta- og tómstundanefnd:
Aðalmenn:
Vilborg Stefánsdóttir, formaður
Sólveig Sveinbjörnsdóttir, varaformaður
Kristín Heimisdóttir
Jón H. Marinósson
Varamenn:
Magnús Elíasson
Margrét Eyrún Níelsdóttir
Sigríður Harpa Jóhannesdóttir
Anna Lára Friðbergsdóttir
Erindisbréf í nánar.
Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar
Langanesbyggðar.
Samkvæmt 13. tl. 57. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Langanesbyggðar og 13. gr. samstarfssamnings Þórshafnar- og Svalbarðshrepps: 1. Íþrótta- og tómstundanefnd fer, í umboði sveitarstjórnar, með stjórn íþrótta- og tómstundamála, að svo miklu leyti sem sveitarfélagið lætur þau til sín taka og er nánar tekið fram í erindisbréfi þessu. 2. Íþrótta- og tómstundanefnd skal vinna að eflingu heilbrigðs íþrótta- og tómstundastarfs á meðal íbúa sveitarfélagsins og hafa um það samvinnu við þá aðila sem um slík mál fjalla. Að öðru leiti skal ráðið hafa eftirfarandi verkefni: · Vera sveitarstjórn til ráðuneytis í íþrótta- og tómstundamálum. · Hafa umsjón með rekstri íþrótta- og tómstundamannvirkja á vegum sveitarfélagsins. Þessi mannvirki eru: Félagsheimilið Þórsver og íþróttamiðstöðin Ver ásamt íþróttavöllum á Þórshöfn og á Bakkafirði. · Gera tillögur til sveitarstjórnar um reglugerðir varðandi rekstur eigin mannvirkja og aðstöðu er snerta málið. · Gera tillögur til sveitarstjórnar varðandi viðhald og endurbætur ofangreindra mannvirkja. · Leggja fram tillögur og undirbúa starfsemi vinnuskóla hverju sinni. · Koma að vinnu fjárhagsáætlunar ásamt viðkomandi starfsmönnum sveitarfélagsins. · Vinna í upphafi hvers árs greinargerð yfir starfsemi nýliðins árs. · Fara reglulega yfir starfsliðsþörf og skila sveitarstjóra greinargerð og tillögum varðandi mannahald. · Annast skipulagningu og undirbúning reglubundinna hátíðarhalda á vegum sveitarfélagsins. · Fara að öðru leyti með verkefni á sviði íþrótta- og tómstundamála, er því eru falin af sveitarstjórn 3. Í þeim tilvikum sem sérstakur starfsmaður sinnir íþrótta- og tómstundamálum á vegum Langanesbyggðar skal hann jafnan sitja fundi nefndarinnar og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. 4. Íþrótta- og tómstundanefnd skal starfa náið með hverskonar félögum eða félagasamtökum á svæðinu sem koma inn á þennan málaflokk. Nefndin skal setja sér starfsreglur sem sveitarstjórn staðfestir. Samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar 2007.