Fara í efni

Íþróttamiðstöðin á Þórshöfn - Sumarstörf

Fréttir

Langanesbyggð auglýsir laust til umsóknar sumarstörf sundlaugarvarðar í íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn. Um 100% starf í vaktavinnu er að ræða við sundlaugarvörslu og þjónustu við viðskiptavini.

Starfssvið:

  • Öryggisgæsla við sundlaug og sundlaugarsvæði
  • Þrif
  • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini og notendur íþróttahúss/sundlaugar
  • Afgreiðsla og þjónusta við ferðafólk í upplýsingamiðstöð Langanesbyggðar
  • Önnur tilfallandi verk

Hæfniskröfur:

  • Góð samskiptahæfni
  • Rík þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir samstarfshæfileikar

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og að standast hæfnispróf fyrir sundlaugarverði.

Launakjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí. Umsóknir sendist á netfangið: sigurbjornf@langanesbyggd.is

Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörn í síma 866-2976