Fara í efni

Jaðraka í víkinni

Tónleikar
02.05.2007Fuglalífið er svo sannalega að aukast hér á horninu og Krían ætti að fara að sjást hvað úr hverju hér í varpinu fyrir ofan þorpið á Bakkafirði. Vefstjóri rakst aftur á móti á fuglapar sem ha

02.05.2007
Fuglalífið er svo sannalega að aukast hér á horninu og Krían ætti að fara að sjást hvað úr hverju hér í varpinu fyrir ofan þorpið á Bakkafirði.

Vefstjóri rakst aftur á móti á fuglapar sem hann kannaðist ekki við í Bæjarvíkinni á Bakkafirði í dag og þufti að kíkja í bók til að fiinna út hvaða fuglapar var þar á ferðinni.

Jaðrakanar eru farfuglar sem eiga vetrarheimkynni á meginlandi Evrópu og í Vestur-Asíu. Hér á landi eru þeir nýlegir varpfuglar. Um aldamótin 1900 fundust þeir eingöngu á Suðurlandsundirlendinu en hafa síðan breiðst ört út um láglendi allra landshluta. Stofnstærð er áætluð 7.00010.000 varppör.
Jaðrakanar gefa frá sér fjölbreytt, þvaðrandi hljóð. Kjörlendi þeirra er nánast alfarið votlendi en þeir sækja einnig í tún á haustin og í fjörur bæði vor og haust.
Hreiðrið er dæld, sem er fóðruð með sinu, og oftast vel falið. Í það verpa fuglarnir oftast fjórum eggjum í seinni hluta maí og fram í fyrri hluta júní. Upp úr miðjum ágúst leita jaðrakanarnir niður á strönd og yfirgefa síðan flestir landið ekki seinna en í byrjun september. Fæða jaðrakana er mest hryggleysingjar sem þeir drýgja með fæðu úr jurtaríkinu. Jaðrakanar eru alfriðaðir.