Fara í efni

Jafnlaunastefna Langanesbyggðar samþykkt

Fréttir

Á fundi sveitarstjórnar í gær var hjálögð jafnlaunastefna samþykkt samhljóða. Hún er hluti af vinnu undangengna mánuði í að öðlast jafnlaunavottun. Eins og segir í inngangi hennar er þessari stefnu ætlað að jafna stöðu karla og kvenna og er órjúfanlegur hluti af starfsmannastefnu sveitarfélagsins.
Annar hluti af jafnlaunavottunarferlinu er úttekt á launagreiðslum sveitarfélagsins.
Sú úttekt verður kynnt meðal starfsmanna á næstunni og með deildarstjórum Langanesbyggðar innan skamms. Tengill á Jafnlaunastefnuna er hér fyrir neðan:

Jafnlaunastefna Langanesbyggðar