Fara í efni

Jafnréttisáætlun Langanesbyggðar samþykkt

Fundur
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær, fimmtudaginn 8. mars jafnréttisáætlun Langanesbyggðar. Jafnréttisáætlunin tekur til verkefna jafnréttisnefndar, stjórnkerfis og starfsmanna

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær, fimmtudaginn 8. mars jafnréttisáætlun Langanesbyggðar. Jafnréttisáætlunin tekur til verkefna jafnréttisnefndar, stjórnkerfis og starfsmannastefnu sveitarfélagsins, samspils atvinnu- og fjölskyldulífs, kannana og rannsókna, fræðslu og leiðsagnar, kynningar og endurskoðunar. Markmiðið með áætluninni er að tryggja jafnrétti kynjanna og stuðla að kynjasamþættingu í allri starfsemi sveitarfélagsins. Tilmælum er einnig beint til annarra aðila að tryggja jafnrétti. Leiðir til þess að ná markmiðunum er að finna í áætluninni.

Það er ánægjulegt að geta þess að jafnréttisáætlun Langanesbyggðar var samþykkt í sveitarstjórn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars.