Jákvæð afkoma sveitarsjóðs
Ársreikningur Langanesbyggðar fyrir árið 2022 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar 11. maí við síðari umræðu. Í stuttu máli þá stenst sveitarfélagið öll viðmið sem sett eru af hálfu innviðaráðuneytis, t.d. er skuldaviðmið 66%.
Rekstrarafgangur af A hluta eru rúmar 24 milljónir (2,42%) og af A og B hluta samstæðunnar um 62 milljónir króna (4,87%). Langtímaskuldir og skuldbindingar eru rúmlega 700 milljónir króna og mest við Lánasjóð sveitarfélaga en það eru lán sem ekki er hægt að greiða upp.
Staða sveitarsjóðs er því góð en áfram verður gætt aðhalds í rekstri, lántökur takmarkaðar og unnið að lækkun fjármagnskostnaðar í erfiðu efnahagsumhverfi sem nú er hjá sveitarfélögum.
Vegna frétta af miklum skuldum sveitarfélagsins er rétt að taka fram að nú eru þær um 1.699 þúsund pr íbúa.