Fara í efni

Jákvæð rekstrarafkoma Langanesbyggðar

Fréttir
Vitinn á Fonti
Vitinn á Fonti
Um 35 m.kr. jákvæður viðsnúningur var á rekstri sveitarfélagsins í heild sinni árið 2016 miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgðarekstraruppgjöri Langanesbyggðar fyrir árið 2016.

Rekstrarafkoma A-hluta sveitarsjóðs er jákvæð um 27,6 m.kr. árið 2016 sem er 29,1 m.kr. betri afkoma en 2015, sem er einnig töluvert betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Tekjur aðalsjóðs eru 2,9% hærri en rekstragjöld 0,6% lægri samanborðið við 2015. Afkoma samstæðu, A og B-hluta, er jákvæð um rúmar 35 m.kr. sem er 11,9 m.kr. betri afkoma en áætlun gerði ráð fyrir og 26,7 millj. betri afkoma en var 2015.

Á fundi sveitarstjórnar 23. febrúar sl., benti sveitarstjóri á að lækkun rekstrakostnaðar aðalsjóðs væri áhugaverð með hliðsjón að launakostnaður aðalsjóðs hefði hækkað um 3,2% milli ára.

Elías Pétursson, sveitarstjóri sagði að þessi góði árangur hefði ekki náðst nema fyrir samstillt átak og góða vinnu allra starfsmanna sveitarfélagsins sem hver og einn hefði lagt mikið af mörkum til þess að þessi árangur næðist.

Umfjöllun sveitarstjórn má sjá í 11. lið 60. fundargerðar sveitarstjórnar.