Fara í efni

Jákvætt viðhorf til Nausts

Fundur
Mikilvægt er að halda áfram starfsemi hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts í heimabyggð en kynna þyrfti starfsemi heimilisins betur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem Þekkingarnet Þing

Mikilvægt er að halda áfram starfsemi hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts í heimabyggð en kynna þyrfti starfsemi heimilisins betur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem Þekkingarnet Þingeyinga hefur gert á viðhorfi allra íbúa Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, 60 ára og eldri.

Könnunin var póstkönnun sem var send til allra íbúa Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, 60 ára og eldri. Alls voru þeir 91 talsins þegar könnunin var gerð. 46 svör bárust við könnuninni sem er 50,5% svörun sem er ágætis svörun í póstkönnun sem þessari.

Almennt kom fram að þátttakendur könnunarinnar hafa ekki kynnt sér starfsemi Nausts mikið og telur kynningu á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Nausti. Þetta dregur fram það sem fyrir lá í upphafi að svarendur voru í meirihluta ekki heimilisfólk á Nausti heldur íbúar annars staðar í eigin húsnæði. Mjög afgerandi jákvæðni kemur fram í könnuninni í garð Naustsins. Fjórir þættir eru mest áberandi í mati þátttakenda á því hvað mestu máli skipti þegar hugsað er til búsetu á Nausti. Þetta erugóður starfsandi meðal starfsmanna, aðhlynning og hjúkrun, persónulegt viðmót starfsfólks og heimilislegt umhverfi. Aðrir þættir mælast ekki mjög hátt. Loks er afar afgerandi skoðun þátttakanda að mikilvægt sé að halda starfsemi Naustsins í heimabyggð.

Könnunina má nálgast hér.