Jólasveinarnir kunna ekki að róla
15.12.2016
Fréttir
Í gær var smá jólaball á Barnabóli en undanfarin ár hefur það verið úti, dansað í kring um jólatré, heitt kakó og heimsókn frá köllunum úr fjöllunum. Í ár er þó ekki sérlega jólalegt um að litast þar sem grasið er sums staðar grænt ennþá en börnin jafn spennt fyrir jólunum og að hitta jólasveinana sem lauma einhverju í skóinn þeirra á nóttunni. Þeim fannst þó frekar fyndið að þeir kunna ekki að róla, duttu úr rólunni með tilheyrandi látum og virtust ekkert kunna reglurnar um að það má ekki klifra yfir girðingarnar heldur á að nota hliðin. Grýla þarf nú eitthvað að ala þá betur þessa.
Í gær var jólaball á Barnabóli en undanfarin ár hefur það verið úti, dansað í kring um jólatré, heitt kakó og heimsókn frá köllunum úr fjöllunum. Í ár er þó ekki sérlega jólalegt um að litast þar sem grasið er sums staðar grænt ennþá en börnin jafn spennt fyrir jólunum og að hitta jólasveinana sem lauma einhverju í skóinn þeirra á nóttunni. Þeim fannst þó frekar fyndið að þeir kunna ekki að róla, duttu úr rólunni með tilheyrandi látum og virtust ekkert kunna reglurnar um að það má ekki klifra yfir girðingarnar heldur á að nota hliðin. Grýla þarf nú eitthvað að ala þá betur þessa.