Fara í efni

Jólatónleikar, litlu jólin og fleira

Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir miðvikudaginn 16. desember klukkan 18:00 í Þórshafnarkirkju. 12 nemendur frá Grunnskólanum á Bakkafirði hafa stundað nám við tónlistarskólann í vetur.Litlu

Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir miðvikudaginn 16. desember klukkan 18:00 í Þórshafnarkirkju. 12 nemendur frá Grunnskólanum á Bakkafirði hafa stundað nám við tónlistarskólann í vetur.

Litlu jólin verða haldin 18. desember milli 10:00 - 12:00.  Litlu jólin hafa verið í nokkuð föstum skorðum síðustu ár. Ein breyting verður þó í ár. Lögreglan kemur ekki til með að heimsækja okkur þar sem ekki fæst fjárveiting til bókagjafa eins og síðustu ár. Þrátt fyrir það, gerum við okkur margt til skemmtunar. Nemendur mæta klukkan 10:00. Hver nemandi á að koma með eina gjöf sem má kosta í kringum 500 krónur. Nemendur mega líka koma með gosdrykk. Við ætlum svo að gæða okkur á smákökum, mandarínum og ýmsu góðgæti. Við ætlum að drekka kakó og dansa í kringum jólatréð með leikskólanum. Nemendur fá afhentar einkunnir í lokin.

Á nýju ári hefst skólinn á starfsdegi kennara, þann 4. janúar. Nemendur mæsta svo í skólann þriðjudaginn 5. janúar klukkan 10.

Við óskum ykkur allra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

María, Sigga og Petra