Jörð til leigu
Til leigu er jörðin Hallgilsstaðir I í Langanesbyggð. Á jörðinni er rekið 400 kinda bú. Húsakostur er íbúðarhús, steinhús 140 fermetrar, 400 kinda fjárhús, stálgrindarhús með djúpum kjallara og hlaða 339 fermetrar. Hesthús 50 fermetrar. Hús þarfnast viðhalds. Fullvirðisréttur leigður með. Gott ræktað land alls 36 ha en auk þess framræstar mýrar, mýrlendi og mólendi. Lágmarks leigutími er 10 ár.
Allar nánari upplýsingar um jörðina gefur skrifstofustjóri Langanesbyggðar, Sigríður Jóhannesdóttir á netfangið sirry@langanesbyggd.is eða í síma 468-1220 / 892-0515 eða Ævar Rafn Marinósson formaður landbúnaðarnefndar í síma 866-6465.
1) Menntun á sviði landbúnaðar og önnur hagnýt menntun.
2) Starfsreynsla í landbúnaði.
3) Að áform umsækjenda um framtíðarnýtingu jarðarinnar teljist raunhæf að teknu tilliti til staðhátta.
Auk þessa getur sveitarfélagið óskað eftir fjárhagslegum upplýsingum frá umsækjendum.
Þeir sem hafa áhuga á því að leigja jörðina eru vinsamlegast beðnir að skila inn tilboði vegna leigu jarðarinnar þar sem koma fram upplýsingar um ofangreind atriði og leigufjárhæð. Tilboðum skal skila inn á skrifstofu Langanesbyggðar eða á netfangið sirry@langanesbyggd.is fyrir 5. mars n.k.
Langanesbyggð áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.