Kæru hunda- og kattareigendur
03.01.2025
Fréttir
Við viljum minna á reglur um hunda- og kattarhald í Langanesbyggðar þar sem segir til um bann við lausagöngu samkvæmt 8. og 17. grein samþykktar um hunda- og kattahald í Langanesbyggð.
Aðeins hefur borið á lausagöngu katta og því tilefni til að áminna viðkomandi eigendur um þessar reglur sem einnig taka á þeim úrræðum sem sveitarfélagið hefur til að stemma stigum við lausagöngu:
Einnig viljum við minna á gjaldskrá fyrir hunda og kattahald sem er endurskoðuð á hverju ári:
Umhverfisfulltrúi Langanesbyggðar