Fara í efni

Kæru vinir

 Þá fer að koma að því að við förum að hrella ykkur með nærveru okkar, þ.e að leggja línuna uppí fjöruborðið hjá ykkur. Ég stend þó aðeins sterkar að vígi þetta árið þar sem að ég hef fengið Lang

 Þá fer að koma að því að við förum að hrella ykkur með nærveru okkar, þ.e að leggja línuna uppí fjöruborðið hjá ykkur.
Ég stend þó aðeins sterkar að vígi þetta árið þar sem að ég hef fengið Langnesing í áhöfnina hjá mér til viðbótar við mig og Ölver Guðnason, en Ölver telst nú varla til Langnesinga, það gerir hins vegar Óli Ægir Karlsson, og er hann fyrsti innfæddi Langnesingurinn sem ég hef í minni áhöfn, tími til kominn eftir 20 ára baráttu.
Það gleður mig mjög að hafa hann í áhöfninni. Ég fór á sínum tíma til Grindavíkur á vertíð aðeins 17 ára gamall og hef svo sem aldrei séð eftir því.
Hugurinn er þó alltaf þarna fyrir norðan og geng ég með þá von í brjósti að komast til ykkar aftur. Langanes er í mínum huga dásamlegasti staður á jarðríki og það er ekkert sem getur breytt þeirri sannfæringu minni.
Ég óska ykkur alls hins besta, og þeir sem voru um kyrrt en fóru ekki í burt eru mínar hetjur. Ég minnist þess að það hafi verið erfitt fyrir ungan mann (hálfgerðan ungling) að fóta sig í nýju umhverfi á ókunnum stað fyrir meira en 30 árum síðan. En það var ekki fyrr en löngu seinna að ég áttaði mig á því að hugrekkið var fólgið í því að vera um kyrrt.
Auðvelda leiðin var að fara.

Ég vona svo sannarlega að þetta byggðarlag eigi bjarta framtíð fyrir höndum. Með bestu kveðju. Kolbeinn Marinísson

Kv. Kolbeinn Marinósson
    Jörundarholti 106
    300 Akranes