Fara í efni

Kátir dagar í Langanesbyggð og nágrenni

Fundur
Undirbúningur fyrir fjölskylduhátíðina Káta daga í Langanesbyggð og nágrenni er nú hafinn. Þeir verða haldnir dagana 16. - 19. júlí í sumar. Þá verður kraumandi kæti á svæðinu öllu, á Bakkafirði,

Undirbúningur fyrir fjölskylduhátíðina Káta daga í Langanesbyggð og nágrenni er nú hafinn. Þeir verða haldnir dagana 16. - 19. júlí í sumar.

 Þá verður kraumandi kæti á svæðinu öllu, á Bakkafirði, Þórshöfn og í Svalbarðshreppi.

Ýmsir viðburðir, sýningar, opin hús, dansleikir, gönguferðir, náttúruskoðun, íþróttamót, leikir og margt fleira verður á dagskránni sem verður nánar auglýst þegar nær dregur.

Nú ættu sem flestir að setja stefnuna á gott sumarfrí á Langanesi og nágrenni. Margt er að skoða, margs er að njóta á Noröausturlandi og ef menn vilja er hægt að láta hverja hátíðna reka aðra, því í kjölfarið á Kátum dögum kemur Húsavíkurhátíð. 

Margir stefna á Káta daga til að rifja upp gömul kynni og þegar hafa verið ákveðin tvö fermingarbarnamót á Þórshöfn þessa helgi.

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og nóg verður um að vera fyrir alla fjölskylduna.
Sjáumst á Kátum dögum !
Undirbúningsnefndin