Fara í efni

Kennarar óskast

Fundur
Eftirtaldar kennarastöður eru lausar til umsóknar við Grunnskóla Þórshafnar:Íþróttir - 100% staðaÍslenska - 75% staðaStærðfræði - 10 tímar á vikuEnska - 10 tímar á vikuEinnig vantar stuðningsfull

Eftirtaldar kennarastöður eru lausar til umsóknar við Grunnskóla Þórshafnar:
Íþróttir - 100% staða
Íslenska - 75% staða
Stærðfræði - 10 tímar á viku
Enska - 10 tímar á viku
Einnig vantar stuðningsfulltrúa í 60% stöðu og matráð í 100% starf.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Arnfríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri í síma 899-3480. Umsóknum skal skila á skolastjori@thorshafnarskoli.is

Langanesbyggð er sveitarfélag í mikilli sókn. Það búa nú liðlega 500 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Á Þórshöfn er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsilega íþróttamiðstöð, ásamt sundlaug. Í sveitarfélaginu og nágrenni þess eru fjölbreyttir útivistarmöguleikar í ósnortinni náttúru. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til og frá Reykjavík um Akureyri.