Kjörfundir vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
Kjörfundir vegna sveitarstjórnarkosninga
31. maí 2014
Kjörfundir í Langanesbyggð verða í Grunnskólanum á Þórshöfn og Grunnskólanum á Bakkafirði. Kjörfundir hefjast kl 10:00 og þeim líkur kl 22:00. Þó gæti kjörfundur staðið til kl.18:00 samanber 66. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna sem hljóðar svo:
"Atkvæðagreiðslu má ekki slíta fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að kjörfundur hófst og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Atkvæðagreiðslu má þó slíta er allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukkustundir ef öll kjörstjórnin og umboðsmenn eru sammála um það, enda sé hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal þó eigi slíta síðar en kl. 22 á kjördag. Þeir kjósendur, sem hafa gefið sig fram fyrir þann tíma, eiga þó rétt á að greiða atkvæði."
Á kjörskrá í Langanesbyggð eru 372.
Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag er í Íþróttahúsinu Veri og þar mun talning atkvæða fara fram.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Yfirkjörstjórn:
Oddur Skúlason
Jón Marinó
Oddsson
Kristín Kristjánsdóttir