Kleinuæfing Rauða krossins á Þórshöfn
Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu æfir opnun fjöldahjálparstöðvar á Þórshöfn næstkomandi miðvikudagskvöld, 19. október milli kl. 20:00 og 21:00. Æfingin verður í grunnskólanum, en hann er skilgreindur sem fjöldahjálparstöð ef alvöru neyðarástand skapast.
Íbúum á Þórshöfn og nágrenni er boðið að mæta í fjöldahjálparstöðina í grunnskólanum og þiggja kaffi og kleinur. Þannig skapast dýrmætt tækifæri fyrir heimafólk úr röðum Rauða krossins til að æfa sig. Um leið er hægt að fræðast um hlutverk Rauða krossins í almannavörnum og verkefni fjöldahjálparstöðvar.
Skapist alvöru neyð er mikilvægt fyrir alla að vita hvert á að sækja hjálp og hvar er hægt að komast í öruggt skjól.
Rauði krossinn vonast til að sjá sem flesta á kleinuæfingunni. Það er hagur okkar allra.