Fara í efni

Komdu með á landsmót!

Fréttir
Þingeyskir blakarar og briddsfólk, glímumenn og götuhlauparar, skák- og skotmenn, frjálsíþróttafólk, motocrossarar, starfsíþróttafólk og fleiri eru þessa dagana í óða önn að undirbúa sig fyrir landsmót UMFÍ sem verður haldið á Selfossi 4. – 7. júlí.

Þingeyskir blakarar og briddsfólk, glímumenn og götuhlauparar, skák- og skotmenn, frjálsíþróttafólk, motocrossarar, starfsíþróttafólk og fleiri eru þessa dagana í óða önn að undirbúa sig fyrir landsmót UMFÍ sem verður haldið á Selfossi 4. – 7. júlí. Ýmsir til viðbótar eru að velta fyrir sér að taka þátt.

Ekki er búið að loka skráningum svo ef einhverjir vilja slást í hópinn og keppa fyrir Héraðssamband Þingeyinga, er um að gera að hafa samband við HSÞ í síma 896-3107 eða hsth@hsth.is. Það eru laus pláss í ýmsum greinum.

Þingeyingar eru hvattir til að fjölmenna á mótið, hvort sem þeir eru keppendur eða ekki, til að styðja og hvetja, mynda stemmingu á pöllunum og skemmta sér. Í samkomutjaldi HSÞ verða samkomur á kvöldin og þar verður kátt á hjalla. Auk þess verður ýmislegt til skemmtunar á Selfossi og á Suðurlandi öllu mótsdagana.

Landsmótin eru engu lík, og hafa aldrei verið það þessi rúmlega hundrað ár sem þau hafa verið haldin. Komdu með!