Fara í efni

Könnun á viðhorfum íbúa til samfélagsins á Bakkafirði og Langanesströnd í lok árs 2024

Fréttir

Kæri íbúi á Bakkafirði eða á Langanesströnd!
Þú ert vinsamlegast beðin(n) um að svara könnun um viðhorf þitt til verkefnisins Betri Bakkafjörður.
Tilgangur könnunarinnar er að ná fram viðhorfum íbúa, við lok þátttöku í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir, sem Byggðastofnun er í forsvari fyrir á landsvísu. Mikilvægt er að ná sem mestu svarhlutfalli til að varpa ljósi á stöðu byggðarlagsins í lok verkefnis að mati íbúa.
Könnunin er nafnlaus og því ekki er hægt að rekja svör til svarenda. 
Við hvetjum íbúa, 18 ára og eldri til að taka þátt í könnuninni sem verður opin til 30. desember næstkomandi.
Þau sem óska eftir tæknilegri aðstoð við að svara könnuninni geta komið í skrifstofu Langanesbyggðar á Bakkafirði á þriðjudaginn, 17.desember kl. 9-13 eða á miðvikudaginn, 18. desember kl. 14-16.
Ef þessar tímasetningar henta ekki má hafa samband við Romi í síma 845-8782 eða senda tölvupóst á romi@ssne.is 
Tenglar:

Könnun meðal íbúa á Bakkafirði og Langanesströnd í desember 2024 á Íslensku https://www.surveymonkey.com/r/NDBJPZ7

Badanie postaw mieszkańców osady nad Bakkaflói, grudzień 2024, w języku polskim https://www.surveymonkey.com/r/NDBJPZ7?lang=pl

Resident Survey in the Bakkaflói Region, December 2024 in english https://www.surveymonkey.com/r/NDBJPZ7?lang=en