Kosningaréttur í 100 ár
Fyrir einni öld staðfesti konungur lög frá Alþingi sem færðu um 12.000 íslenskum konum, sem voru 40 ára og eldri, kosningarétt. Lögin færðu einnig kosningarétt um 1.500 vinnumönnum, sem voru 40 ára og eldri, og líka um 1.000 karlmönnum sem áður höfðu ekki haft réttinn vegna skilyrða um útsvarsgreiðslu. Dagurinn 19. júní hefur verið kallaður kvennadagurinn og kvenréttindadagurinn frá árinu 1915. Þann dag hafa íslenskar konur og íslensk kvennahreyfing litið til baka og glaðst yfir fengnum rétti. Í tilefni þessara tímamóta var hópur áhugafólks um ljósmyndun sem tók sig saman og hengdi upp 100 myndir af konum í byggðarlaginu. Sýningin er í Samkaup Strax á Þórshöfn og mun hanga þar eitthvað fram eftir sumri. Hópurinn hallar sig "Myndarlegi klúbburinn" en það eru Gréta Bergrún, Guðjón Gamsa, Hilma, Líney og Sóley Vífils. /GBJ