Fara í efni

Kvennahlaupið verður 4. júní 2016

Fréttir
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ
Kvennahlaupið fer fram laugardaginn 4. júní. Eins og undanfarin ár verður hlaupið í Langanesbyggð ásamt yfir 100 öðrum stöðum hérlendis og erlendis.

Kvennahlaupið fer fram laugardaginn 4. júní. Eins og undanfarin ár verður hlaupið í Langanesbyggð ásamt yfir 100 öðrum stöðum hérlendis og erlendis. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Við hvetjum því allar konur til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum.

Í Langanesbyggð er hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni Þórshöfn og hefst klukkan 11:00. Vegalengdir í boði eru 3,5 og 7 km. 

Hægt er að kaupa Kvennahlaupsboli í forsölu og svo í sjálfu hlaupinu og er forsalanhafin, takmarkað upplag. 

Verð á bolunum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri.

Frekari upplýsingar um hlaupið og hlaupastaði má nálgast HÉR.