Fara í efni

Kvennareið

Íþróttir
Þá er komið að stóru stundinni!Föstudaginn 1.ágúst verður farið frá Hallgilstöðum kl 20.00 og riðið í Fjallalækjarsel. Þar fáum við að hafa hestana yfir nótt.Á laugardag er mæting á Fjallalækjarseli k

Þá er komið að stóru stundinni!

Föstudaginn 1.ágúst verður farið frá Hallgilstöðum kl 20.00 og riðið í Fjallalækjarsel. Þar fáum við að hafa hestana yfir nótt.

Á laugardag er mæting á Fjallalækjarseli kl.15.00 þaðan verður riðið í Laufskálakofa og gist þar eina nótt. Á sunnudagsmorgun ekki of snemma ríðum við í Vesturheiðarkofa í Tunguselsheiði eða Hvammsheiðarkofa og gistum þar eina nótt og svo heim á mánudag.

Reynir og Hilla verða trússar og kostar ferðin 3000.kr á mann,en

það er fyrir gistingu í Laufskála og sameiginlegu grilli. Þær sem óska eftir frekari upplýsingum  geta haft samband við Steinu í síma 468 1134 eða Binnu í síma 468 1257.

                          Æfinganámskeið.

Binna býður upp á æfinganámskeið að vanda fyrir þær sem það vilja annað kvöld þ.e. þriðjudagskvöldið 29 júlí

Þær sem ætla að notfæra sér það hafi samband við Binnu í síma 468 1257.