Fara í efni

Kynning úr Langanesbyggð á handverkshátíðinni á Hrafnagili

Fréttir
Um síðustu helgi var Handverkshátíðin á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Langanesbyggð fékk þar góða kynningu á sínu svæði en þær Halldóra Sigríður Ágústsdóttir og Gréta Bergrún Jóhannesdóttir voru með sölubás á hátíðinni. Halldóra Sigríður með hönnunina Fjörugull frá Langanesi og Gréta Bergrún með hönnunarlínuna Berg-íslensk hönnun.

Um síðustu helgi var Handverkshátíðin á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Langanesbyggð fékk þar góða kynningu á sínu svæði en þær Halldóra Sigríður Ágústsdóttir og Gréta Bergrún Jóhannesdóttir voru með sölubás á hátíðinni. Halldóra Sigríður með hönnunina Fjörugull frá Langanesi og Gréta Bergrún með hönnunarlínuna Berg-íslensk hönnun. Gestir og gangandi spurðu heilmikið um svæðið enda eiga munirnir og vörurnar sem Halldóra Sigríður og Gréta Bergrún selja beina tengingu í svæðið. Halldóra vinnur með skart úr kuðungum sem hún tínir í fjörunni við Sauðanes og með hverju skarti fylgir lítið glas af sandi þaðan sem kuðungurinn fannst. Gréta vinnur meira með formið á Langanesinu og einnig að byrja að vinna með myndir og form svartfuglseggja. Var Básinn þeirra stórglæsilegur og er þeim stöllum óskað innilega til hamingjum með þetta flotta framtak.
Hönnun þeirra má finna á fésbókinni undir Fjörugull á Langanesi og Berg-íslensk hönnun.

 

Hrafnagil 2014  Hrafnagil 2014

Hrafnagil 2014