Fara í efni

Kynning á Menningarmiðstöð Þingeyinga

Fundur
Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, kynnir fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar í Glaðheimum þriðjudaginn 6. mars nk.. Menningarmiðstöðin er sameign Þingeyinga og he

Börn, konur og einn ísbjörn

Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, kynnir fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar í Glaðheimum þriðjudaginn 6. mars nk.. Menningarmiðstöðin er sameign Þingeyinga og hefur afar fjölþætt hlutverk og skyldur varðandi sameiginlegan menningararf svæðisins. Sex sveitarfélög standa að stofnuninni: Langanesbyggð, Svalbarðshreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit.

Innan Menningarmiðstöðvar Þingeyinga eru m.a. starfrækt: Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Byggðasafn Norður-Þingeyinga (við Snartarstaði), Byggðasafn Suður-Þingeyinga, Ljósmyndasafn Þingeyinga, Náttúrugripasafn Þingeyinga og Myndlistasafn Þingeyinga. Einnig stendur Menningarmiðstöðin að útgáfu Safna og Árbókar Þingeyinga.

Þessi fjölbreytta starfsemi verður kynnt í máli og myndum. Sérstök áhersla verður lögð á þann mikla fjársjóð sem felst í því sem e.t.v. er minnst sýnilegt í starfseminni, ljósmyndasafni og skjalasafni. En þar er að finna gríðarstóarnn heimildabrunn um líf og starf Þingeyinga í gegnum tíðina. Meðal annars verður lesið úr skemmtilegri sögu sem á uppruna sinn í Þistilfirði. Síðast en ekki síst verður ný sýning, Samvinnusýningin sem opnaði nýverið í Safnahúsinu á Húsavík, kynnt. Mikill metnaður hefur verið lagður í þá sýningu sem byggir að mestu á notkun nútíma tækni, þannig að gestir geta skoðað myndir, hlustað á hljóðdæmi og skoðað myndbönd. Bútar úr sýningunni verða sýndir í kynningunni.