Fara í efni

Kynning á starfsemi wpd á Þórshöfn - íbúafundir í Þórsveri

Fréttir

Dagana 8. og 9. október munu starfsmenn frá wpd Ísland vera með opna íbúafundi í Þórsveri frá kl. 15:00 – 18:00 og svo 20:00-22:00 báða dagana.

Á þessum íbúafundum langar okkur að kynna fyrir ykkur starfsemi wpd í sveitarfélaginu. En við erum þróunarfyrirtæki í vindorku og erum að rannsaka aðstæður á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi. Við erum nú þegar með Sodar mælitæki á Brekknaheiðinni sem þið hafið eflaust flest séð þegar þið keyrið þar um. Næstu skref í þróun væru að setja upp vindmælimastur á svæðinu ásamt því að hefja undirbúningsvinnu fyrir umhverfisrannsóknir sem gætu hafist um vorið 2025.

Öll velkomin á fundinn til að spyrja og spjalla við okkur um þessar virkjanahugmyndir, hlökkum við til að sjá sem flesta