Fara í efni

Kynningarfundur

Fundur
20.febrúar 2008Menningarráð Eyþings, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Þekkingarsetur Þingeyinga standa fyrir sameiginlegum kynningarfundi í Íþróttamiðstöðinni Ver, austursal (borðsalur) þann 21. Febr


20.febrúar 2008
Menningarráð Eyþings, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Þekkingarsetur Þingeyinga standa fyrir sameiginlegum kynningarfundi í Íþróttamiðstöðinni Ver, austursal (borðsalur) þann 21. Febrúar kl. 20.

Dagskrá

Menningarráð Eyþings.  Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi

Kynning á verkefnastyrkjum Menningarráðs Eyþings og hagnýtar ráðleggingar við ritun umsókna.

Kynning á GEBRIS verkefninu.  Sif Jóhannesdóttir verkefnisstjóri GEBRIS

Kynnt verða markmið verkefnisins og hvaða þýðingu verkefnið getur haft fyrir einstaka aðila og svæðið í heild.

Getting the Best out of the regional innovation system er samstarfsverkefni fjögurra landa sem Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga er þátttakandi í og hlaut samþykki um styrk vorið 2007 frá Nordic Innovation Center (Norræni nýsköpunarsjóðurinn). Aðrir þátttakendur koma frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.

Meginmarkmið GEBRIS verkefnisins er að bæta nýsköpunarumhverfið og nýta það betur til þess að mæta þörfum viðskipta- og atvinnulífs á hverju svæði. Verkefnið byggir að verulegu leyti á sérstökum viðfangsefnum á hverju svæði. Verkefnin eru mismunandi eftir löndunum fjórum, viðfangsefni GEBRIS á Íslandi er ferðaþjónusta á svæðinu frá Jökulsá að Bakkafirði.

Kaffihlé

Kynning frá Þekkingarsetri Þingeyinga. Helena Eydís Ingólfsdóttir verkefnastjóri á sviði símenntunar og fullorðinsfræðslu

Þekkingarsetur Þingeyinga áformar að fara af stað með námskeið fyrir starfsfólk  í ferðaþjónustu í vor. Námskeiðið kallast Færni í ferðaþjónustu I. Námið er 60 klst. og hannað sérstaklega með þarfir ferðaþjónustunnar í huga. Námið hentar þátttakendum, 20 ára og eldri, sem starfa við ferðaþjónustu eða hyggja á starf í greininni.

Kynningin er þátttakendum að kostnaðarlausu

Allir velkomnir