Kynningarfundur frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Menningarráði Eyþings og Þekkingarsetri Þingeyinga
28.febrúar 2008
Fimmtudagskvöldið 21. Febrúar var haldinn kynningarfundur í Veri. Kynningarnar voru þrjár fyrst kynnti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir frá Menningarráði Eyþings verkefnastyrki Menningarráðsins en umsóknarfrestur um þá styrki rennur út 3. Mars. Ragnheiður kynnti Menningarráðið og fór svo yfir ýmis praktísk atriði sem fólk þarf að hafa í huga þegar það sækir um styrki.
Því næst kynnti Sif Jóhannesdóttir frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga GEBRIS verkefnið. Það er verkefni sem styrkt er af Norræna nýsköpunarsjóðnum, þar starfa saman aðilar frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Hér snýst verkefnið um ferðaþjónustu á svæðinu frá Jökulsá að Bakkafirði. Að loknu kaffihléi kynnti Helenda Eydís Ingólfsdóttir námskeiðið færni í ferðaþjónustu, sem er námskeið sem Þekkingarsetrið hyggst standa fyrir í Norður-Þingeyjarsýslu í vor og haust.Fundargestir voru mjög áhugasamir og fyrirspurnir og umræður voru þó nokkrar, það leyndi sér ekki að það er mikill hugur og metnaður í heimamönnum í sambandi við menningarstarf og ferðaþjónustu.