Fara í efni

Kynningarfundur Rauðakrossins

Fréttir
Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu verður með kynningarfund fyrir íbúa Þórshafnar og nágrennis í Íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn þriðjudaginn 24. febrúar kl. 17 til 18 Í framhaldi af kynningarfundinum verður haldið námskeiðið Inngangur að neyðarvörnum fyrir þá sem gætu hugsað sér að starfa fyrir Rauða krossinn ef opna þarf fjöldahjálparstöð.

Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu verður með kynningarfund fyrir íbúa Þórshafnar og nágrennis í Íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn þriðjudaginn 24. febrúar kl. 17 til 18.

Þetta verður léttur fundur þar sem farið verður yfir helstu verkefni sem Rauði krossinn er að sinna á svæðinu. Allir er hjartanlega velkomnir án skuldbindingar. Þarna gefst tilvalið tækifæri til að fræðast um Rauða krossinn og það starf sem unnið er undir hans merkjum. Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn sinnir er opnun og mönnun fjöldahjálparstöðva í almannavarnaástandi eða tilfellum þar sem atburður er stærri en hið daglega viðbragð ræður auðveldlega við.

Í framhaldi af kynningarfundinum verður haldið námskeiðið Inngangur að neyðarvörnum fyrir þá sem gætu hugsað sér að starfa fyrir Rauða krossinn ef opna þarf fjöldahjálparstöð.

Námskeiðið hefst kl. 18 og stendur til u.þ.b. 21. Gaman væri að sem flestir sæju sér fært að sitja námskeiðið.
Léttur kvöldverður verður fyrir þátttakendur á námskeiðinu í boði Rauða krossins.
Skráning á námskeiðið er á vef Rauða krossins, rki.is, undir dálknum viðburðir.

Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu