Fara í efni

Lagning ljósleiðara á Þórshöfn - upplýsingar frá Tengi

Fréttir

Upplýsingar vegna lagningar ljósleiðara á Þórshöfn

Tengir hf. áætlar að hefja vinnu við lagningu ljósleiðara í þéttbýli Þórshafnar í ágúst n.k. Áður er framkvæmdir hefjast, þá óskum við eftir framkvæmdaleyfum frá þeim íbúum sem eru inni á framkvæmdasvæði þessa áfanga, auk þess að fá upplýsingar um það hvort húseigendur ætli að taka inn ljósleiðara. Lagnaleið hefur þegar verið hönnuð að einhverju leyti en með fyrirvara um að henni gæti þurft að breyta, meðal annars m.t.t. jarðvegs, trjágróðurs, steyptra stétta og hellna. Verkstjóri okkar á framkvæmdasviði hefur skoðað mögulegar lagnaleiðir en þegar ljóst er hverjir ætla að taka inn ljósleiðaratengingar verður endanleg lagnaleið fyrir heimtaug notandans og eins staðsetning fyrir inntak ljósleiðarans ákveðin í samráði við húseigendur.

Hvað er ljósleiðari?
Ljósleiðari er örgrannur glerþráður sem leiðir ljós á milli staða og flytur þannig upplýsingar milli staða. Þessar upplýsingar eru til dæmis gögn sem sótt eru af internetinu, sjónvarpsútsendingar og fleira. Gagnaflutningur um ljósleiðara leysir af hólmi gagnaflutning um koparvír og er mun hraðvirkari tenging fyrir internet, sjónvarp og heimasíma. Í dag býður endabúnaður ljósleiðara upp á gagnahraðann 1000 Mb/s í bæði upp- og niðurhal, en slíkt gagnamagn gefur kost á að nota mörg fjarskiptatæki samtímis, án þess að það bitni á flutningsgæðum.

Framkvæmdin
Rör fyrir ljósleiðarann er plægt, grafið eða handmokað niður í a.m.k. 30 cm dýpt í görðum þar sem því verður við komið. Tengir á til þess sérútbúnar vélar og plóga, en í flestum tilfellum náum við að koma ljósleiðaranum ofan í jörðina með nettum skurði sem jafnar sig fljótt. Í tilfellum þar sem nauðsynlegt reynist að grafa skurð með vinnuvél, er yfirleitt þökuskorið fyrst og svo grafinn skurður. Vandað er við frágang svo lóðir jafni sig sem fyrst, en gott er að vökva lóðina vel eftir framkvæmdirnar.

Þegar rör hafa verið lögð inn í allar fasteignir úr viðkomandi tengibrunni, er blásið ljósleiðarastreng í hvert rör úr brunninum og rörin svo boruð inn í hús, þar sem ljósleiðarinn er hringaður upp og geymdur þannig þar til inntaksbox fyrir ljósleiðarann er sett upp. Ljósleiðarinn er því næst tengdur í brunnum alla leið að næstu fjarskiptastöð Tengis - að því loknu er hann tilbúinn til notkunar. Venja er að inntaksboxið sé sett upp á sama tíma og tæknimenn virkja ljósleiðarann, þ.e. þegar viðskiptavinur hefur pantað þjónustu á hann.

Virkjun ljósleiðarasambands
Viðskiptavinur fær tilkynningu þegar tengivinnu er lokið, þá getur hann pantað þjónustu á ljósleiðarann með því að hafa samband við sína þjónustuveitu og óska eftir flutningi fyrir þjónustur sínar (internet, sjónvarp og heimasíma) af kopartengingu yfir á ljósleiðara Tengis.

Neðangreindir aðilar veita þjónustu um ljósleiðara Tengis:

Vodafone, Hringiðan, Hringdu, Nova, Síminn


Netkerfi og tölvur ehf.
er verktaki Tengis í innanhússvinnu. Þegar beiðni berst frá þjónustuveitu um að virkja ljósleiðarann, hefur starfsmaður Netkerfa samband við viðskiptavini til að bóka heimsókn. Í þeirri heimsókn er gengið frá inntaksboxi ljósleiðarans og settur upp viðeigandi búnaður (t.d. netbeinir/router og myndlykill) frá þjónustuveitu, sé hann ekki þegar til staðar.

Kostnaður
Stofnkostnaður: Í upphafi framkvæmda greiða eigendur fasteigna stofnkostnað. Hægt er að greiðsludreifa stofnkostnaði í allt að 10 mánuði á kreditkort, en greiða þarf kr. 500,- á hverja skiptingu. Einnig er hægt að semja um aðrar greiðsluleiðir.

® Tenging við ljósleiðara

     o Einbýlishús Kr. 96.000,- m/vsk. (77.419,- án vsk.)
     o Parhús / Raðhús / Tvíbýli og Þríbýli Kr. 48.000,- m/vsk. (38.710,- án vsk.)
     o Fjölbýlishús 24.000,- m/vsk. (19.355,- án vsk.)
® Auka þráður
     o Kr. 24.000,- m/vsk. (19.355,- án vsk.)

Athugið! Hægt er að sækja um 35% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna stofnkostnaðar ljósleiðaratenginga og/eða innanhúslagna árið 2024 Leiðbeiningar á: www.rsk.is og www.tengir.is

Afnotagjald ljósleiðara:
Mánaðarlegt afnotagjald fyrir heimilistengingu á ljósleiðara Tengis er kr. 3.790,- að viðbættum innheimtukostnaði (frá kr. 167,-) ef send er greiðslukrafa í heimabanka. Ef afnotagjaldið er sett á kreditkort er enginn innheimtukostnaður. Mánaðarlegt afnotagjald (línugjald) á reikningum frá þjónustuveitum (algengt verð kr. 3.990,-) fellur niður um leið og þjónustan er færð yfir á ljósleiðara Tengis og því er ekki um að ræða aukinn kostnað í mánaðarlegum afnotagjöldum viðskiptavina.

Hvað er innifalið í stofnkostnaði hjá Tengir hf.?
     ® Öll vinna við að koma ljósleiðaranum inn í hús til notanda, þ.m.t. jarðvinna, tengivinna o.fl.
     ® Vinna tæknimanns við að setja upp inntaksbox fyrir ljósleiðarann þar sem hann er tekinn inn í fasteign.
     ® Vinna tæknimanna við að leggja ljósleiðara innanhúss milli inntaks og ljósbreytu, m.v. að ljósbreyta sé staðsett í sama rými og inntaksbox            eða farin sé einföld lagnaleið í annað rými ef viðskiptavinur óskar þess (viðmið okkar er að hámarki 4 klst. vinna tæknimanns/2 klst. vinna              tveggja tæknimanna)
     ® Ef viðskiptavinur óskar eftir frekari innanhússvinnu sinna tæknimenn okkar því að sjálfsögðu á tilboðsverði ef það er gert í sömu heimsókn
     o Innanhússlagnir milli herbergja.
     o Innanhússlagnir í net dreifipunkta (t.d. UniFi) og uppsetning á netbúnaði.
     o Innanhússlagnir vegna öryggismyndavéla, öryggishnappa o.fl. að ósk viðskiptavina.

Varðandi frekari upplýsingar, sendið tölvupóst á ljos@tengir.is eða í síma 460 0460

Kveðja sölufulltrúar Tengis