Fara í efni

Lágt gengi dollarans veldur erfiðleikum

Fundur
26. nóvember 2007Lágt gengi dollars gagnvart íslensku krónunni veldur kúffiskverksmiðju Hraðfrystihúss Þórshafnar miklum vanda. Eingöngu er framleitt fyrir Bandaríkjamarkað og því fer salan fram í dol

26. nóvember 2007
Lágt gengi dollars gagnvart íslensku krónunni veldur kúffiskverksmiðju Hraðfrystihúss Þórshafnar miklum vanda. Eingöngu er framleitt fyrir Bandaríkjamarkað og því fer salan fram í dollurum á meðan kostnaður er í íslenskum krónum.

Siggeir Stefánsson, rekstarstjóri landvinnslu HÞ, segir stöðuna erfiða og til að sporna við þessari þróun sé nú horft til sölu á öðrum mörkuðum og möguleikar verið kannaðir í Evrópu og Asíu. Kúffiskur frá Þórshöfn hefur hingað til nánast ekkert farið á innanlandsmarkað, en nú er hann aðeins farinn að sjást á matseðlum íslenskra veitingastaða.

Siggeir segir matreiðslumenn hrifna af kúffiskinum, auk þess sem hann sé bæði hollur og góður.

Heyra frétt á RUV