Fara í efni

Landskeppni Smalahundafélags Íslands á Hallgilsstöðum

Fréttir

Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2019 verður haldin helgina 24. og 25. ágúst á Hallgilsstöðum hér í sveit. Keppt verður í A- og B-flokki. A-flokkur er opinn öllum hundum sem skráðir eru í Snata, skráningarkerfi Smalahundafélagsins. B-flokkur er opinn öllum þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessari keppni.

Boðið er upp á hæfnispróf vegna skráningar í ættbók ISDS (International Sheep Dog Society) föstudaginn 23. ágúst, daginn áður en keppni hefst.

Dómari keppninnar verður Edward Thornally frá Englandi. Hann er bóndi á Englandi auk þess sem hann hefur mikla reynslu af dómgæslu í keppnum sem þessum.

Hægt er að skrá hunda til þátttöku hjá Elísabetu Gunnarsdóttur í síma 863-1679 eða í netfangið lísulíus@gmail.com til næst komandi föstudags.

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Aðalsteinsson í síma 868-6576. Einnig er að finna upplýsingar um mótið á heimasíðu Smalahundafélags Íslands, smalahundur.123.is