Fara í efni

Langanes er ekki ljótur tangi

Fréttir
Verkefnissjóðurinn Aftur heim úthlutaði nýlega styrkjum til ungra listamanna sem teljast brottfluttir Þingeyingar. Hildur Ása Henrýsdóttir fékk styrk til að koma heim á Þórshöfn í sumar og vinna að verkefninu Langanes er ekki ljótur tangi, en þar vitnar hún í vísu Látra-Bjargar. Í tilkynningu frá sjóðnum segir: Með verkefninu vill Hildur Ása draga fram menningarleg einkenni Þórshafnar og nærumhverfis, ásamt því að gera náttúrunni í kring hátt undir höfði og efla staðarvitund fólks enn frekar. Þessum markmiðum hyggst hún ná með því að starfa á Þórshöfn í mánuð í sumar og mála myndir af svæðinu í anda rómantíkur og impressionisma. Markmið Hildar Ásu er að mála a.m.k. eina mynd daglega. Um mitt sumar verður sýning á afrakstri verkefnisins. Hildur mun hafa aðstöðu í Menntasetrinu en Þekkingarnet Þingeyinga er samstarfsaðili í verkefninu. Gaman að þessu og verður spennandi að sjá afraksturinn. /GBJ
Verkefnissjóðurinn Aftur heim úthlutaði nýlega styrkjum til ungra listamanna sem teljast brottfluttir Þingeyingar. Hildur Ása Henrýsdóttir fékk styrk til að koma heim á Þórshöfn í sumar og vinna að verkefninu Langanes er ekki ljótur tangi, en þar vitnar hún í vísu Látra-Bjargar. Í tilkynningu frá sjóðnum segir: Með verkefninu vill Hildur Ása draga fram menningarleg einkenni Þórshafnar og nærumhverfis, ásamt því að gera náttúrunni í kring hátt undir höfði og efla staðarvitund fólks enn frekar.  Þessum markmiðum hyggst hún ná með því að starfa á Þórshöfn í mánuð í sumar og mála myndir af svæðinu í anda rómantíkur og impressionisma.  Markmið Hildar Ásu er að mála a.m.k. eina mynd daglega.  Um mitt sumar verður sýning á afrakstri verkefnisins.

Hildur mun hafa aðstöðu í Menntasetrinu en Þekkingarnet Þingeyinga er samstarfsaðili í verkefninu. Þetta er í annað sinn sem Hildur Ása snýr heim í sumarverkefni en sumarið 2010 vann hún að verkefni fyrir Þekkingarnetið og gerði viðtalsrannsókn við unga bændur í Þistilfirði. Gaman að þessu og verður spennandi að sjá afraksturinn. /GBJ
Langanes er ljótur tangi
lygin er þar oft á gangi
margur ber  þar fisk í fangi
en fáir að honum búa
nú vil ég heim til sveitar minnar snúa
Höf: Látra-Björg