Langanesbyggð einstaklega vel staðsett
22.04.2007
Á fundi hreppsnefndar Langanesbyggðar föstudaginn 20. apríl sl. var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða m.a.:
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti - Beiðni um umsögn vegna umhverfismats áætlunar um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu ólíu og gasi á norðanverðu drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn.
Hreppsnefnd Langanesbyggðar fagnar því að hafin sé vinna er miðar að því að auka nýtingu náttúruauðlinda er felast í landgrunninu umhverfis Ísland.
Vakin er athygli á því að sveitarfélagið Langanesbyggð er einstaklega vel staðsett, landfræðilega, þegar hugað verður að staðsetningu á hugsanlegri þjónustumiðstöð í landi í tengslum við framkvæmdir við rannsóknir og vinnslu á olíu og gasi á umræddu svæði. Einnig hentar svæðið einstaklega vel til hýsingar þjöppunar- og uppskipunarstöðvar fyrir fljótandi náttúrugas.
Við innanverðan Bakkaflóa eru aðstæður ákjósanlegar fyrir framangreinda starfsemi og landrými nægt auk þess sem aðdjúpt er og var er gott ef þörf verður á nýjum hafnarmannvirkjum umfram þau sem eru fyrir á Þórshöfn. Góður áætlunarflugvöllur er á Þórshöfn og hefur þar verið komið upp þjónustuaðstöðu við þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.
Æskilegt er að hafnar verði þegar rannsóknir á því hvort hér sé ekki um vænlegan valkost að ræða og eru fulltrúar sveitarfélagsins tilbúnir til viðræðna um málið .
Framangreindu er hér með komið á framfæri!
Með bestu kveðjum
Björn Ingimarsson sveitarstjóri Langanesbyggð
S: 468 1220, GSM: 895 1448