Fara í efni

Langanesbyggð, framsækið sveitarfélag

Fundur
Þó að margir dragi seglin saman sýnum við þor til að hugsa fram á við og efnum til íbúaþinga í kvöld og annað kvöld undir yfirskriftinni Langanesbyggð, framsækið sveitarfélag og vísum til uppbygginga

Þó að margir dragi seglin saman sýnum við þor til að hugsa fram á við og efnum til íbúaþinga í kvöld og annað kvöld undir yfirskriftinni Langanesbyggð, framsækið sveitarfélag og vísum til uppbyggingaráforma í Gunnólfsvík, stofnun framhaldsskóladeildar og fleiri tækifæra sem finna má innan sveitarfélagsins.
Íbúaþing er vettvangur þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að koma sínum hugmyndum og ábendingum um þróun byggðar og samfélags á framfæri.
Vonast er til þess að sem flestir taki þátt og því boðið uppá fjölbreytt samskiptaform sem hentar flestum t.d.; vinnuhópa, kort til að teikna inná, miðar og málefni og umræðuhópa, þar sem þú getur sett fram skoðanir þínar og skipst á skoðunum við aðra. Allra álit eru mikilvæg og engin hugmynd of stór eða of lítil.
Hvað má betur fara? Hver er framtíðarsýnin? Hvernig má ná henni? Hvernig samfélag viljum við sjá hérna eftir 20 ár?
Helstu niðurstöður úr umræðuhópum verða dregnar saman í lok fundar og munu sjónarmið íbúa nýtt við mótun tillögu að aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027.

Íbúaþingin verða á Bakkafirði í kvöld, þriðjudaginn 14. apríl kl. 20:00 (í grunnskólanum) og á Þórshöfn miðvikudaginn 15.apríl (í félagsheimilinu Þórsveri) kl. 17:00-21:00.

Við hvetjum alla til að mæta og hafa áhrif á framtíð samfélagsins.
Umhverfis-, skipulags- og byggingarnefnd