Langanesbyggð -fréttabréf
Langanesbyggð -fréttabréf
Nr. 14, 3. árg. 03. tbl. 20. maí 2008 Ábm.
Hreinsunardagur fjölskyldunnar laugardaginn 24. maí!
Á Bakkafirði 7. júní
Hreinsunardagur fjölskyldunnar verður að þessu sinni n.k. laugardag og eru allir sem vettlingi geta valdið og eiga heimangengt hvattir til að mæta stundvíslega kl. 11:00 hver á sitt svæði. Svæðisskipting verður með hefðbundnu sniði og eru svæðin 4 greind á meðfylgjandi korti. Að venju fer sérstakur flokkstjóri fyrir hverju svæði og sér viðkomandi um að úthluta pokum og raða fólki niður á svæðið. ........>
Svæði I Jóhanna Helgadóttir Svæði II Guðrún Helgadóttir Svæði III Guðmundur Hólm Svæði IV Steinunn Leósdóttir Hreinsa skal svæðin þannig að hóparnir endi sem næst miðju þorpsins og hjálpist að við hreinsun svæða í lokin. Garðeigendur ættu að nota tækifærið og taka rækilega til í eigin görðum fram að hreinsunardegi og koma frá sér rusli í safnhauga hreinsunardagsins. Starfsmenn sveitarfélagsins munu aðstoða við tiltektina, þ.e. hirða þá ruslahauga sem munu skapast. Að verki loknu verða veitingar í boði Langanesbyggðar í Verinu. Umhverfis-, skipulags- og bygginganefnd Góðir Bakkfirðingar! Á laugardaginn 7. júní ætlum við að taka til á opnum svæðum í okkar fagra þorpi, við byrjum klukkan 13:00 með því að hittast við skólann, skipta með okkur liði og fá poka undir ruslið, við gerum ráð fyrir að klára yfirferðina á um 4 klukkustundum eða í kringum klukkan 17:00 að verki loknu munum við grilla í boði Langanesbyggðar við skólann. Umhverfis-, skipulags- og bygginganefnd Átak í sorphirðumálum! Á vegum umhverfis-, skipulags- og bygginganefndar er unnið að mjög metnaðarfullu verkefni í sorphirðumálum innan sveitarfélagsins. Stefnt er að því að draga stórlega úr urðun á sorpi í sveitarfélaginu með því m.a. að flokka frá heimilissorpi efnisflokka sem nýta má til endurvinnslu, s.s. plast, fernur, bylgjupappa, timbur og járn, auk þess að hvetja til jarðgerðar á heima fyrir. Þegar eru til staðar flokkunarúrræði í sveitarfélaginu s.s. flokkun járns og timburs á gámsvæði þess og einnig er vert að vekja athygli íbúanna á flöskumóttöku endurvinnslunnar og móttöku Rauða krossins á notuðum fatnaði við afgreiðslu Landflutninga. Á næstu mánuðum verða íbúum kynntar frekar þær hugmyndir sem unnið er að. Athygli er vakin á svæðisáætlun fyrir sorphirðu í sveitarfélaginu sem nálgast má á heimasíðu þess ( www.lnb.is ). Svæðisáætlunin er ágætlega upplýsandi um þá stefnu sem unnið er eftir. Malbikunarframkvæmdir á Þórshöfn! Eins og áður hefur komið fram í fréttabréfi er stefnt að malbikunarframkvæmdum á Þórshöfn í sumar en að þeim loknum munu allar íbúðargötur í þorpinu verða lagðar bundnu slitlagi. Hér með er þeim einstaklingum og fyrirtækjum á Þórshöfn sem kjósa að fá heimreiðar malbikaðar bent á að setja sig í samband við skrifstofu sveitarfélagsins og koma á framfæri fermetrafjölda og hvort þörf muni verða á jarðvegsskiptum. Sveitarfélagið hefur í hyggju að semja við verktaka um framkvæmdir fyrir einstaklinga og fyrirtæki samhliða framkvæmdum fyrir sveitarfélagið þannig að þeir fái þar með notið bestu mögulegu kjara. Upplýsingar skulu berast skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn í síðasta lagi mánudaginn 26. maí nk. Starfsemi vinnuskólans í sumar. Ákveðið hefur verið að starfrækja vinnuskóla á Bakkafirði og á Þórshöfn í sumar fyrir börn fædd 1993, 1994 og 1995. Vinnuskólinn hefst miðvikudaginn 4. júní og starfar til loka júlí. Skráning fer fram á skrifstofum Langanesbyggðar. Flokkstjóri á Þórshöfn hefur verið ráðin Maren Óla Hjaltadóttir en á Bakkafirði verður flokkstjórn í höndum Indriða Þóroddssonar, verkstjóra. Skólagarðar Kofabyggð! Líkt og sl. sumar hefur verið ákveðið að bjóða nemendum 1. - 6. bekkjar grunnskólanna að taka þátt ræktun s.k. skólagarða í sumar. Á Þórshöfn hefst starfsemin nú í vikunni (19. 23. maí) með niðursetningu og mun ljúka með uppskeruhátíð í byrjun september. Hverjum einstaklingi verður úthlutað útsæði, grænmetisplöntum/-fræi auk leiðsagnar um ræktun og umhirðu. Á Bakkafirði er stefnt að því að starfsemin hefjist 6. júní og að henni ljúki með uppskeruhátíð í september. Starfsemin á Bakkafirði verður í umsjón Indriða Þóroddssonar og er foreldrum nemenda 1. 6. bekkjar grunnskólans þar bent á að setja sig í samband við hann í síma 895 1686. Einnig verður boðið upp á smíðavelli - kofabyggð fyrir sömu aldurshópa og er stefnt að því að sú starfsemi hefjist í lok júnímánaðar á Þórshöfn en 2. júlí á Bakkafirði. Um verður að ræða tvo tíma á dag tvisvar í viku (kl. 10:00 - 12:00). Krakkarnir fá timbur og nagla en hamra þurfa þau að hafa með sér sem og málningu kjósi þau að mála mannvirkin. Þátttökugjald nemur kr. 1.500,- og skal greiðast á skrifstofum sveitarfélagsins við skráningu. Umsjónarmenn skólagarða og kofabyggðar á Þórshöfn verða þeir Björgvin Þóroddsson og Sigurður Sigfússon, auk þess sem kennarar Grunnskólans á Þórshöfn aðstoða við starfsemi skólagarðanna nú í vikunni. Þórshöfn 21. maí 2008/