Fara í efni

Langanesbyggð -fréttabréf

Fundur
Nr. 15,  3. árg. 04. tbl. 29. júlí  2008                         

Nr. 15,  3. árg. 04. tbl. 29. júlí  2008                                   Ábm. Björn Ingimarsson

 Starfsemi vinnuskólans að ljúka.

Nú líður senn að því að starfsemi vinnuskólans ljúki þetta sumarið.  Dugmikill hópur ungmenna hefur verið að störfum undir vaskri stjórn Marenar Óla Hjaltadóttur og eiga þau öll þakkir skilið fyrir það hve vel þau hafa staðið sig í sumar. 

Athygli garð- og lóðareigenda er vakin á því að eftir verslunarmannahelgi hefur lítið upp á sig að leita eftir þjónustu vinnuskólans því þá hafa þau lokið störfum!

Laus störf hjá Langanesbyggð!

Grunnskólinn og tónlistarskólinn á Þórshöfn.

Starf kennara í almenna kennslu við grunnskólann

Kennara við tónlistarskólann

Sameinað starf aðstoðarmatráðs og baðvarðar (eitt stöðugildi).

Tvær stöður stuðningsfulltrúa.

Nánari upplýsingar veitir Heiðrún Óladóttir, skólastjóri í símum 468 1164 og 893 5836.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust.

Aðhlynning, morgun- og kvöldvakt (80%).

Aðhlynning, morgun-, kvöld og næturvakt (80%).

Nánari upplýsingar veita fostöðukonur í síma 468 1322.

Umsóknum skal skila á skrifstofu Langanesbyggðar á Þórshöfn í síðasta lagi 11. ágúst nk.

Lausar íbúðir á Þórshöfn!

Neðangreindar íbúðir eru lausar til umsóknar:

Pálmholt 8 (4:a herb.) og Vesturvegur 4 (3:a herb.).

Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn.  Umsóknarfrestur er til 5. ágúst nk. Skila skal inn skriflegum umsóknum á skrifstofu Langanesbyggðar á þar til gerðum eyðublöðum.

  

Þekkingarsetur Þingeyinga hefur nú sent út viðamikla viðhorfskönnun til íbúa Norðausturlands sem miðar að því að kanna viðhorf íbúa til ýmissa samfélagsþátta, þjónustu og búsetuskilyrða. Íbúar Langanesbyggðar eru hvattir til að taka vel í þessa könnun og svara, þar sem það skiptir miklu máli fyrir hvert byggðarlag að fylgjast með samfélagsbreytingum hvers tíma. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir háskólanemi er sumarstarfsmaður Þekkingarsetursins og hefur unnið þessa könnun, en hún hefur einmitt vinnuaðstöðu í HÞ húsinu á Þórshöfn.

  

Þórshöfn 29. júlí 2008/Björn Ingimarsson sveitarstjóri