Langanesbyggð -fréttabréf
Nr. 16, 3. árg. 05. tbl. 8. september 2008 Ábm.
Útivistarreglur!
Nú í upphafi skólaárs er ástæða til að vekja athygli foreldra og forráðamanna á þeim lögum er gilda um útivist barna og unglinga.
Þau eru sem hér segir á tímabilinu frá 1. september til 1. maí:
12 ára og yngri mega vera úti til 20:00
13 16 ár mega vera úti til kl. 22:00
Bregða má út af reglunum þegar að börn 13 16 ára eru á leið heim frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Sérfróðir aðilar hafa ítrekað bent á það forvarnargildi sem það hefur að fara að umræddum lögum. Þess er því vænst að allir foreldrar/forráðamenn sjái til þess að reglunum verði hlítt í hvívetna.
Laus störf hjá Langanesbyggð! Íþrótta- og tómstundafulltrúi. Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa í Langanesbyggð er laust til umsóknar. Umsóknarfrestsur er til og með mánudags 15. september nk. Nánari upplýsingar veitir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri í símum 468 1221 og 895 1448. Einnig má skoða auglýsingu á heimasíðu Langanesbyggðar, www.lnb.is. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust. Starf matráðs (100%) er laust til umsóknar. Ráðið verður í starfið frá og með 1. desember nk. Nánari upplýsingar veita fostöðukonur í síma 468 1322. Umsóknum skal skila á skrifstofu Langanesbyggðar á Þórshöfn. Lausar íbúðir á Þórshöfn! Neðangreind íbúð er laus til umsóknar: Pálmholt 3 (3:a herb.). Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. Skila skal inn skriflegum umsóknum á skrifstofu Langanesbyggðar á þar til gerðum eyðublöðum. Laugardaginn 6. september sl. var borinn til grafar í Skeggjastaðakirkjugarði Marinó Jónsson er lést að kvöldi sunnudagsins 24. ágúst sl. langt fyrir aldur fram. Við andlát Marinós er fallinn frá öflugur frumkvöðull er haldið hefur á lofti möguleikum áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í sinni heimabyggð á umliðnum árum, ásamt því að taka virkan þátt í uppbyggingu samfélagsins með setu í hreppsnefndum Skeggjastaðahrepps og Langanesbyggðar auk nefnda á vegum sveitarfélaganna. Marinó eru þökkuð vel unnin störf hans í þágu samfélagsins og eru fjölskyldu hans færðar innilegar samúðarkveðjur. F.h. sveitarstjórnar Langanesbyggðar. Björn Ingimarsson sveitarstjóri Þórshöfn 8. september 2008/