Langanesbyggð hlaut styrk úr Vaxtarsamningi Norðausturlands
22.10.2013
Fréttir
Í dag afhenti Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga styrki úr Vaxtarsamningi Norðurlands og hlaut Langanesbyggð allt að kr 2.000.000 styrk í verkefnið "Skoruvíkurbjarg bætt aðgengi að Stórakarli.
Í dag afhenti Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga styrki úr Vaxtarsamningi Norðurlands og hlaut Langanesbyggð allt að kr 2.000.000 styrk í verkefnið "Skoruvíkurbjarg – bætt aðgengi að Stórakarli.
Alls voru 7 verkefni sem hlutu vilyrði fyrir styrk að þessu sinni og þar af 2 verkefni úr Langanesbyggð. Auk útsýnispallsins við Skoruvík hlaut verkefnið "Litlir landkönnuðir" verkefnastyrk. Verkefnið er í umsjón Þekkingarnets Þingeyinga en í samstarfi við Langanesbyggð og Svalbarðshrepp.
Nánari umfjöllun um styrkveitinguna má nálgast á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.