Langanesbyggð óskar eftir aðilum til þess að sjá um grenjavinnslu og vetrarveiði á varg/ref
Hægt er að sækja um annaðhvort grenjavinnslu eða vetrarveiði en einnig er í boði að sækja um hvoru tveggja.
Umsækjendur skulu framvísa gildu byssuleyfi og veiðileyfi.
Ákveðið hefur verið að greiða ráðnum aðilum eitt fast gjald fyrir hvert skilað dýr, hvort heldur sem er hvolp eða fullorðið dýr að sumri eða vetri. Einnig hefur verið ákveðið að greiða fast gjald á grenjaleit, misjafnt eftir svæðum.
Frá og með 01.07.2016 verður einungis greitt fyrir dýr sem veidd hafa verið af aðilum samningsbundnum sveitarfélaginu. Nýjir samningar verða aðeins gerðir einu sinni á ári, í apríl hvert ár. Samningar verða gerðir að lágmarki til eins árs og hámarki þriggja ára
Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið sveitarstjóri@langanesbyggd.is eða til skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fyrir 12.06 2016.
Nánari upplýsingar veita Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar í síma 468 1220 og Sverrir Möller formaður Landbúnaðarnefndar í síma 848 3010.