Fara í efni

Langanesbyggð óskar eftir veiðimönnum til að sjá um grenjavinnslu á ref

Fréttir
Langanesbyggð óskar eftir veiðimönnum (manni) til að sjá um grenjavinnslu á svæði sunnan Brekknaheiðarvegar á Brekknaheiði og í Tunguselsheiði.

Langanesbyggð óskar eftir veiðimönnum (manni) til að sjá um grenjavinnslu á svæði sunnan Brekknaheiðarvegar á Brekknaheiði og í Tunguselsheiði.

Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið elias@langanesbyggd.is, eða á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn. Frestur til umsókna er til 25. apríl 2017. Umsækjendur skulu framvísa gildu byssuleyfi og veiðileyfi.

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Möller formaður landbúnaðarnefndar í síma 848-3010 eða Elías Pétursson sveitarstjóri í síma 468-1220.

Greitt er eitt gjald fyrir hvert skilað dýr, hvort sem um er að ræða yrðling eða fullorðið dýr, að sumri eða vetri. Einnig er greitt fast gjald á grenjaleit, misjafnt eftir svæðum. Einungis er greitt fyrir dýr sem veidd eru af veiðimönnum sem eru samningsbundnir sveitarfélaginu. Þeir sem eru með gildandi samninga, þurfa ekki að endurnýja þá fyrr en á næsta ári.

Minnum á að ekki er heimilt að fara til vetrarveiða á eignalöndum án leyfis landeigenda.