Fara í efni

Langanesbyggð tekur þátt í verkefninu Norðurstrandarleið

Fréttir
Vinna að nýrri ferðamannaleið fer nú fram hjá Markaðsstofu Norðurlands, en leiðin liggur með strandlengjunni frá Húnaflóa að Bakkafirði. Áhersla er á standmenningu og er þetta byggt upp með aðra ferðamannavegi sem fyrirmynd, þar sem athygli er vakin á áhugaverðum stöðum á leiðinni. Upphafspunktur eða endastaður leiðarinnar verður staðsettur í Langanesbyggð, og í þeirri vinnu sem framundan er skapast tækifæri til að þróa markmið og markaðssetningu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefnisstjóri hefur verið ráðinn yfir verkefnið og á morgun verður fundur stýrihóps verkefnisins með erlendri markaðsstofu sem hefur tekið að sér heildarhönnun á upplifunarferðaþjónstu á Norðurstrandarleiðinni. Gréta Bergrún situr nú í stýrihópi verkefnisins fyrir hönd sveitarfélagsins og mun kalla til ferðaþjónustuaðila og aðra áhugasama til að taka þátt í vinnunni sem framundan er.

Vinna að nýrri ferðamannaleið fer nú fram hjá Markaðsstofu Norðurlands, en leiðin liggur með strandlengjunni frá Húnaflóa að Bakkafirði. Áhersla er á standmenningu og er þetta byggt upp með aðra ferðamannavegi sem fyrirmynd, þar sem athygli er vakin á áhugaverðum stöðum á leiðinni. Upphafspunktur eða endastaður leiðarinnar verður staðsettur í Langanesbyggð, og í þeirri vinnu sem framundan er skapast tækifæri til að þróa markmið og markaðssetningu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefnisstjóri hefur verið ráðinn yfir verkefnið og á morgun verður fundur stýrihóps verkefnisins með erlendri markaðsstofu sem hefur tekið að sér heildarhönnun á upplifunarferðaþjónstu á Norðurstrandarleiðinni. Gréta Bergrún situr nú í stýrihópi verkefnisins fyrir hönd sveitarfélagsins og mun kalla til ferðaþjónustuaðila og aðra áhugasama til að taka þátt í vinnunni sem framundan er.